Í tilefni af opnun húsnæði.is og komandi kosninga verður gerð stuttlega grein fyrir stefnum stjórnmálaflokka í húsnæðismálum.
Eftirfarandi spurningar voru sendar öllum stjórnmálaflokkum sem bjóða fram til Alþingiskosninga 30. nóvember 2024.
Spurningar
Hverjar eru áherslur flokksins í húsnæðismálum og málefni leigjenda á næstu fimm árum? Vinsamlegast afmarkið svar ykkur við 300-500 orð.
Vinsamlegast hakkið við svar flokksins í eftirtöldum spurningum:
- Flokkurinn vill _____________ verðtryggð lán til húsnæðiskaupa
banna | ekki banna | kannski banna |
2. Flokkurinn vill _____________ íhuga að tengja verðtryggð húsnæðislán við undirliggjandi eign þeirra, það er húsnæðisvísitölu.
endilega | ekki | kannski íhuga |
3. Flokkurinn vill _____________ hlutdeildarlán til hópa á húsnæðismarkaði sem eiga erfitt með að safna sér fyrir útborgun á húsnæði.
auka | minnka | viðhalda í svipuðum mæli |
4. Flokkurinn vill _____________ úrræði í tengslum fyrstu kaup.
auka | minnka | viðhalda í svipuðum mæli |
5. Flokkurinn vill _____________ möguleika fólks til þess að nýta hluta viðbótarlífeyris til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána.
auka | minnka | viðhalda í svipuðum mæli |
6. Ef flokkurinn vill auka eða viðhalda í svipuðum mæli möguleika fólks varðandi niðurgreiðslur lána með viðbótarlífeyri fólks, hversu lengi vill flokkurinn viðhalda því varanlegu?
1 ár | 2-5 ár | meira en 5 ár |
7. Flokkurinn vill _____________ kanna þá möguleika að ríkið verði beinn þátttakandi í að byggja litlar íbúðir til að tryggja framboð á slíkum íbúðum til þess að fleiri geti keypt sína fyrstu íbúð.
endilega | ekki | kannski íhuga |
8. Flokkurinn vill _____________ kanna þá möguleika að ríkið verði beinn þátttakandi í að byggja litlar íbúðir til að tryggja framboð á slíkum íbúðum til handa fólki á leigumarkaði.
endilega | ekki | kannski íhuga |
9. Flokkurinn vill takmarka skammtímaleigu ____________ á þéttbýlissvæðum hjá fyrirtækjum og einstaklingum með fleiri en eina eign.
meira | minna | í svipuðum mæli |
10. Flokkurinn vill takmarka skammtímaleigu ____________ á þéttbýlissvæðum hjá einstaklingum með einungis eina eign.
meira | minna | í svipuðum mæli |
11. Flokkurinn vill takmarka skammtímaleigu ____________ á sumarbústaðalóðum, hjá fyrirtækjum og einstaklingum með fleiri en einn sumarbústað.
meira | minna | í svipuðum mæli |
12. Flokkurinn vill takmarka skammtímaleigu ____________ á sumarbústaðalóðum, hjá fyrirtækjum og einstaklingum með einungis einn sumarbústað.
meira | minna | í svipuðum mæli |
13. Flokkurinn vill ____________ athuga leiðir til að húsnæðislán verði miðuð við langtímavexti, sem stuðlar að minni sveiflum í vaxtakjörum fólks en gerir þó áhrifamátt stýrivaxta minni.
endilega | ekki | kannski íhuga að |
14. Flokkurinn vill ____________ stuðla að frekari möguleikum fólks sem glímir við örorku til að eignast eigið húsnæði.
endilega | ekki | kannski íhuga að |